VG vill að Alþingi komi saman 25. ágúst 2006 11:20 MYND/Vilhelm Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunarþeirra. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið. Þingflokkur VG segir í yfirlýsingu sinni að nú liggi fyrir að greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings, um Kárahnjúkavirkjun, frá í febrúar 2002, hafi verið haldið leyndri fyrir alþingismönnum á þeim tíma sem ákvörðun um framkvæmdina var til meðferðar á Alþingi. Orkumálastjóri og iðnaðarráðherra virðast hafa ákveðið að greinargerðin skyldi fara leynt. Ekki verði annað séð en stjórnvöld hafi þannig vísvitandi leynt Alþingi mikilvægum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúka. Greinargerðin varði þætti sem þingmenn ræddu ítarlega á þessum tíma, jafnt rekstrarhagkvæmni framkvæmdarinnar sem og grafalvarleg öryggisatriði virkjunarinnar. "Það er afdráttarlaus krafa þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf," segir í yfirlýsingu VG. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um nýframkomnar upplýsingar varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar, þar sem jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu virðast ekki vera jafn traustar og fyrri upplýsingar til Alþingis höfðu gefið til kynna. "Iðnaðarnefnd fái á sinn fund óháða sérfræðinga til að meta þessar upplýsingar og hvort fresta beri fyllingu Hálslóns þar til fullnaðarúttekt hefur verið framkvæmd á svæðinu," segir í yfirlýsingu Frjálslynda flokksins. Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf vegna nýframkominna upplýsinga varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunarþeirra. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd alþingis verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um málið. Þingflokkur VG segir í yfirlýsingu sinni að nú liggi fyrir að greinargerð Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings, um Kárahnjúkavirkjun, frá í febrúar 2002, hafi verið haldið leyndri fyrir alþingismönnum á þeim tíma sem ákvörðun um framkvæmdina var til meðferðar á Alþingi. Orkumálastjóri og iðnaðarráðherra virðast hafa ákveðið að greinargerðin skyldi fara leynt. Ekki verði annað séð en stjórnvöld hafi þannig vísvitandi leynt Alþingi mikilvægum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúka. Greinargerðin varði þætti sem þingmenn ræddu ítarlega á þessum tíma, jafnt rekstrarhagkvæmni framkvæmdarinnar sem og grafalvarleg öryggisatriði virkjunarinnar. "Það er afdráttarlaus krafa þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að bæði fyrrverandi og núverandi iðnaðarráðherrar geri hreint fyrir sínum dyrum og að Alþingi verði kallað saman ef með þarf," segir í yfirlýsingu VG. Þá hefur þingflokkur Frjálslynda flokksins farið fram á að iðnaðarnefnd verði kölluð saman í upphafi næstu viku til að fjalla um nýframkomnar upplýsingar varðandi áhættu vegna Kárahnjúkavirkjunar, þar sem jarðfræðilegar aðstæður á svæðinu virðast ekki vera jafn traustar og fyrri upplýsingar til Alþingis höfðu gefið til kynna. "Iðnaðarnefnd fái á sinn fund óháða sérfræðinga til að meta þessar upplýsingar og hvort fresta beri fyllingu Hálslóns þar til fullnaðarúttekt hefur verið framkvæmd á svæðinu," segir í yfirlýsingu Frjálslynda flokksins.
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira