Maður sem var að veiða í Grenlæk skammt frá Kirkjubæjarklaustri í dag, hrasaði á leið upp á brú og datt ofan í ána. Við það hlaut hann opið beinbrot á fæti og lítilsháttar skurð á höfði.
Félagar mannsins hlúðu að honum og kölluðu eftir aðstoð læknis, sem kom á staðinn ásamt lögreglu og sjúkrabifreið. Sjúkrabíllinn er á leið með manninn áleiðis til Reykjavíkur. Verið er að íhuga hvort senda eigi þyrlu Landhelgisgæslunnar af stað til að sækja hann á leiðinni og flytja til Reykjavíkur.