Innlent

Stúdentar fagna nýjum stúdentagörðum

Félagsstofnun stúdenta og stúdentar við Háskóla Íslands fögnuðum í dag þegar lyklar voru afhendir að nýjum stúdentagörðum við Lindagötuna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti alnafna sínum lyklana af nýrri stúdentaíbúð að því tilefni. Alls eru 96 einstaklingsíbúðir á stúdentagörðunum sem hafa hlotið nafnið Skuggagarðar. Þetta er í fyrsta sinn sem Félagsstofnun stúdenta byggir stúdentagarða utan háskólasvæðisins en stúdentagarðarnir eru í þremur húsum við Lindargötu 42, 46 og 46a. Framkvæmdirnar hófust í ágúst á síðasta ári. Um 700 stúdentar eru þó enn á biðlistum eftir húsnæði en Félagsstofnun stúdenta hyggst halda áfram uppbyggingu stúdentagarða á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×