
Fótbolti
Pongolle til Spánar

Franski framherjinn Florent Sinama-Pongolle hjá Liverpool er genginn í raðir spænska liðsins Recreativo sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor. Pongolle hefur skrifað undir eins árs samning við ítalska liðið, en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool og var hjá Blackburn sem lánsmaður á síðustu leiktíð.