Dvalarleyfi metinn eftir aðstæðum 30. ágúst 2006 22:19 Mynd/Stefán Karlsson Útlendingastofnun segir að útlendingum sé ekki vísað úr landi meti stofnunin að viðkomandi falli undir lagabókstaf sem kveður á um að útlendingar geti fengið dvalarleyfi vegna tengsla við landið eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2002 má veita útlendingi dvalarleyfi, þótt skilyrðum sé annars ekki fullnægt, ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða vegna sérstakra tengsla útlendingsins við landið. Útlendingastofnun segir ákvæðið almennt og benda á að það taki ekki til fyrirfram ákveðinna hópa þótt því sé oftast beitt við afgreiðslu hælismála. Ákvæðið getur sem sagt átt við í tilvikum, þar sem einstaklingi hefur verið synjað um dvalarleyfi en aðstæður eru með þeim hætti að beiting þessa á við, þar sem almennt orðalag ákvæðisins veitir svigrúm til að víkja frá skilyrðum útlendingalaga. Notast hefur verið við þetta ákvæði við sérstakar aðstæður og dvalarleyfi gefið út, þegar til dæmis útlendingur sem hefur verið búsettur hér á landi til lengri tíma á í hlut, þegar skyndileg alvarleg veikindi aðstandenda koma upp eða vegna annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem leiða til að útgáfa dvalarleyfis telst neyðsynleg á grundvelli tengsla eða mannúðar. Sem dæmi má taka að þegar um útlending sem kemur til Íslands á grundvelli hjúskapar ræðir fær hann dvalarleyfi sitt af hjúskapnum. Ef viðkomandi skilur svo við maka sinn vegna heimilisofbeldis, geta aðstæður leitt af sér að stjórnvöld skoði hvort viðkomandi fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Grundvallarforsendan fyrir að hægt sé að beit þessum lagabókstaf er að málavextir séu kynntir Útlendingastofnun. Útlendingastofnun bendir á að ef ekki berist nægilegar upplýsingar sé ekki hægt að taka tillit til sérstakra aðstæðna við afgreiðslu slíkru mála. Fréttir Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Útlendingastofnun segir að útlendingum sé ekki vísað úr landi meti stofnunin að viðkomandi falli undir lagabókstaf sem kveður á um að útlendingar geti fengið dvalarleyfi vegna tengsla við landið eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2002 má veita útlendingi dvalarleyfi, þótt skilyrðum sé annars ekki fullnægt, ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða vegna sérstakra tengsla útlendingsins við landið. Útlendingastofnun segir ákvæðið almennt og benda á að það taki ekki til fyrirfram ákveðinna hópa þótt því sé oftast beitt við afgreiðslu hælismála. Ákvæðið getur sem sagt átt við í tilvikum, þar sem einstaklingi hefur verið synjað um dvalarleyfi en aðstæður eru með þeim hætti að beiting þessa á við, þar sem almennt orðalag ákvæðisins veitir svigrúm til að víkja frá skilyrðum útlendingalaga. Notast hefur verið við þetta ákvæði við sérstakar aðstæður og dvalarleyfi gefið út, þegar til dæmis útlendingur sem hefur verið búsettur hér á landi til lengri tíma á í hlut, þegar skyndileg alvarleg veikindi aðstandenda koma upp eða vegna annarra ófyrirsjáanlegra atvika sem leiða til að útgáfa dvalarleyfis telst neyðsynleg á grundvelli tengsla eða mannúðar. Sem dæmi má taka að þegar um útlending sem kemur til Íslands á grundvelli hjúskapar ræðir fær hann dvalarleyfi sitt af hjúskapnum. Ef viðkomandi skilur svo við maka sinn vegna heimilisofbeldis, geta aðstæður leitt af sér að stjórnvöld skoði hvort viðkomandi fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Grundvallarforsendan fyrir að hægt sé að beit þessum lagabókstaf er að málavextir séu kynntir Útlendingastofnun. Útlendingastofnun bendir á að ef ekki berist nægilegar upplýsingar sé ekki hægt að taka tillit til sérstakra aðstæðna við afgreiðslu slíkru mála.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira