Útlit fyrir harða og spennandi prófkjörsbaráttu 31. ágúst 2006 12:00 MYND/Pjetur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í vor. Útlit er fyrir harða prófkjörsbaráttu, en að öllum líkindum sækjast flestir núverandi þingmenn flokksins í Reykjavík eftir endurkjöri. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kom saman í gær þar sem ákveðið var að halda stuðningsmannaprófkjör þann 11. nóvember fyrir þingkosningar næsta voru. Með stuðningsmannaprófkjöri er átt við prófkjör þar sem fólk þarf að rita undir stuðningsyfirlýsingu við flokkinn til að geta verið með. Um sameiginlegt prófkjör er að ræða þannig að sá sem sigrar í því velur sér forystusæti í öðru hvoru kjördæminu og sá sem verður annar í prökjörinu verður forystumaður í hinu kjördæminu og þannig koll af kolli. Framboðsfrestur er til 21. október og útlit er fyrir að allir átta þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sækist eftir endurkjöri. Þeir eru Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágússon í Reykjavík suður. Ingibjörg Sólrún, formaður flokksins, sækist eftir fyrsta sætinu og Ágúst Ólafur, varaformaður, segist stefna ofarlega á listann án þess að gefa upp tiltekið sæti. Ásta Ragnheiður segist stefna á fjórða sætið og þá hyggjast Helgi Hjörvar og Guðrún Ögmundsdóttir einnig gefa kost á sér áfram. Mörður Árnason segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram aftur en hann eigi heldur von á því að hann haldi áfram. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, núverandi forystumenn Samfylkingarinnar í kjördæminu, í morgun en engar fregnir hafa borist úr þeirra herbúðum að þau séu á förum. Þá liggur nú þegar fyrir eitt framboð utan þings, framboð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, en hún stefnir á fjórða sætið í prófkjörinu. Þá segist Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi vera að íhuga hvort hann eigi að gefa kost á sér en segir nægan tíma til stefnu. Fundurinn í gær var sá fyrsti hjá Samfylkingunni þar sem fyrirkomulag framboðsmála var ákveðið en fundir hjá kjördæmaráðum í öðrum kjördæmum verða á næstu vikum, sá síðasti þann 17. september í Suðurkjördæmi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira