Ræðst á næstu vikum 3. september 2006 18:45 Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Nefndin átti að skila drögum að frumvarpi 1. september, eða í síðasta lagi í lok ársins. Fyrri dagsetningin er liðin og útlit fyrir að árið líði líka, án þess að nefndin nái neinu samkomulagi. Birgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í nefndinni, segist enn binda vonir við að samstaða náist um ýmis mál, en hins vegar sé því ekki að leyna að mikið beri ennþá á milli manna.Nefndarmenn binda einkum vonir við að sátt náist um ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum, sem myndi í raun útiloka frekari færslu til einkaaðila. Þá virðist einnig vera samningsgrundvöllur fyrir að rýmka ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo að breyta dómstólakaflanum í stjórnarskránni. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur haft áhrif á nefndarstarfið. Fulltrúar Samfylkingar, Frjálslyndra og Framsóknarflokks hafa lýst því yfir að ekki verði hróflað við henni, en það eru Sjálfstæðismenn ósáttir við. Birgir segir það ekki auðvelda starfið ef nefndarmenn einstakra flokka setji úrslitakosti um einstök atriði.Össur Skarphéðinsson, sem líka á sæti í nefndinni, segir að Sjálfstæðismenn hafi upphaflega skipað hana til þess að hringla með málskotsréttinn, en hins vegar hafi forsætisráðherra lýst því yfir að allt væri undir í nefndarstarfinu, en ekki bara 26. greinin. Össur segir líklegt að úrslit um starf nefndarinnar ráðist á tveimur fundum á næstu vikunum. Fréttir Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Tveir fundir á næstu vikum ráða úrslitum um hvort eitthvað komi út úr tveggja ára starfi stjórnarskrárnefndar. Ákveðin pattstaða ríkir vegna tuttugustu og sjöttu greinar stjórnarskrárinnar, sem snýr að málskotsrétti forsetans. Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Nefndin átti að skila drögum að frumvarpi 1. september, eða í síðasta lagi í lok ársins. Fyrri dagsetningin er liðin og útlit fyrir að árið líði líka, án þess að nefndin nái neinu samkomulagi. Birgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í nefndinni, segist enn binda vonir við að samstaða náist um ýmis mál, en hins vegar sé því ekki að leyna að mikið beri ennþá á milli manna.Nefndarmenn binda einkum vonir við að sátt náist um ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum, sem myndi í raun útiloka frekari færslu til einkaaðila. Þá virðist einnig vera samningsgrundvöllur fyrir að rýmka ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og svo að breyta dómstólakaflanum í stjórnarskránni. 26. grein stjórnarskrárinnar hefur haft áhrif á nefndarstarfið. Fulltrúar Samfylkingar, Frjálslyndra og Framsóknarflokks hafa lýst því yfir að ekki verði hróflað við henni, en það eru Sjálfstæðismenn ósáttir við. Birgir segir það ekki auðvelda starfið ef nefndarmenn einstakra flokka setji úrslitakosti um einstök atriði.Össur Skarphéðinsson, sem líka á sæti í nefndinni, segir að Sjálfstæðismenn hafi upphaflega skipað hana til þess að hringla með málskotsréttinn, en hins vegar hafi forsætisráðherra lýst því yfir að allt væri undir í nefndarstarfinu, en ekki bara 26. greinin. Össur segir líklegt að úrslit um starf nefndarinnar ráðist á tveimur fundum á næstu vikunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira