Erlent

Katarar senda lið til Líbanons

Líbönsk börn veifa til franskra friðargæsluliða að störfum í Kalaway í Suður-Líbanon.
Líbönsk börn veifa til franskra friðargæsluliða að störfum í Kalaway í Suður-Líbanon. MYND/AP

Katar varð í dag fyrsta arabaríkið til að senda hermenn til friðargæslu í Líbanon í kjölfar átaka Ísraela og Hizbolla-samtakanna í júlí og ágúst. Katarar munu senda á bilinu 200 til 300 hermenn sem verða hluti af friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna en það mun starfa í suðurhluta Líbanons í samræmi við vopnahlésályktun Sameinuðu þjóðanna. Auk Katars hafa að minnsta kosti 22 önnur lönd lofað liði en búnaði til friðargæslunnar, þar meðal Finnar sem hafa ákveðið að senda 250 menn til Líbanons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×