Bein íslenskra folalda notuð í vaxtahvetjandi lyf 5. september 2006 17:13 MYND/Anna Fjóla Bein íslenskra folalda eru notuð sem hráefni í vaxtahvetjandi lyf sem framleitt er í Þýskalandi. Bændur hér á landi njóta góðs af verkefninu þar sem þeir fá hærra verð greitt fyrir folöld sem notuð eru við lyfjaframleiðsluna. Það er Sláturfélag Suðurlands sem stendur að verkefninu í samvinnu við þýska lyfjafyrirtækið Ossacur AG. Það hófst fyrir þremur árum sem tilraunaverkefni og hefur reynslan verið mjög góð að sögn Seinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Hann segir lyfið vera vaxahvata sem notað sé til viðgerða á beinum, t.a.m. til að láta hryggjarliði vaxa saman ef brjóskið á milli þeirra er ónýtt. En hvernig kom það til að þýskur lyfjaframleiðandi fór að leita sér folaldabeina á Íslandi? Steinþór svarar því til að fyrir 3-4 árum fóru forsvarsmenn Ossacur að hafa áhyggjur af ástandinu í Evrópu út af kúariðu og öðrum sjúkdómum og vildu finna „uppsprettu sem væri hrein". Í kjölfarið höfðu þeir samband við SS og hjólin fóru að snúast. Steinþór reiknar með að bein úr um 200 folöldum verði flutt út á þessu ári, um 20% folalda sem SS slátrar, og líklega enn fleiri á komandi árum. Og verkefnið kemur íslenskum bændum til góða því þeir fá uppbót á kílóverðið á folöldunum. Þeir þurfa þá t.d. að afhenda folöld, sem ráðgert var að slátra í nóvember, til slátrunar sem fram á að fara í byrjun september. Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira
Bein íslenskra folalda eru notuð sem hráefni í vaxtahvetjandi lyf sem framleitt er í Þýskalandi. Bændur hér á landi njóta góðs af verkefninu þar sem þeir fá hærra verð greitt fyrir folöld sem notuð eru við lyfjaframleiðsluna. Það er Sláturfélag Suðurlands sem stendur að verkefninu í samvinnu við þýska lyfjafyrirtækið Ossacur AG. Það hófst fyrir þremur árum sem tilraunaverkefni og hefur reynslan verið mjög góð að sögn Seinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Hann segir lyfið vera vaxahvata sem notað sé til viðgerða á beinum, t.a.m. til að láta hryggjarliði vaxa saman ef brjóskið á milli þeirra er ónýtt. En hvernig kom það til að þýskur lyfjaframleiðandi fór að leita sér folaldabeina á Íslandi? Steinþór svarar því til að fyrir 3-4 árum fóru forsvarsmenn Ossacur að hafa áhyggjur af ástandinu í Evrópu út af kúariðu og öðrum sjúkdómum og vildu finna „uppsprettu sem væri hrein". Í kjölfarið höfðu þeir samband við SS og hjólin fóru að snúast. Steinþór reiknar með að bein úr um 200 folöldum verði flutt út á þessu ári, um 20% folalda sem SS slátrar, og líklega enn fleiri á komandi árum. Og verkefnið kemur íslenskum bændum til góða því þeir fá uppbót á kílóverðið á folöldunum. Þeir þurfa þá t.d. að afhenda folöld, sem ráðgert var að slátra í nóvember, til slátrunar sem fram á að fara í byrjun september.
Fréttir Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Sjá meira