Erlent

Segir stríðinu gegn hryðjuverkum ekki lokið

Bush hjónin lögðu blómsveig til minningar um þá sem létust í árásunum 11. september 2001 að Ground Zero, þar sem Tvíburuaturnarnir stóðu áður.
Bush hjónin lögðu blómsveig til minningar um þá sem létust í árásunum 11. september 2001 að Ground Zero, þar sem Tvíburuaturnarnir stóðu áður. Mynd/AP

Bush Bandaríkjaforseti hvatti í kvöld Bandaríkjamenn til dáða í baráttunni við hryðjuverk og sagði hann stríðinu ekki lokið. Bush sagði í ræðu sinni, sem hann hélt í tilefni þess að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, að Bandaríkjamenn þyrftu að setja ágreiningsmál sín til hliðar til að geta einbeitt sér að sigri í baráttunni gegn hryðjuverkum. Bush sagði stríðinu ekki lokið og sigur myndi krefjast þess að Bandaríkjamenn legðust á eitt. Aðeins þannig myndi takast að sigra óvininn. Í kvöld var birt nýleg myndbandsupptaka af Ayman Al-Zawarhi, næst æðsta manni Al-Kaída samtakanna. Á myndbandinu hvetur hann stuðningsmenn sína til árása á Bandaríkin og varar við árásum á ríkin við Persaflóann. Ayman al-Zawahri, er hægri hönd Osama bin Ladens, leiðtoga al Kaída. Hann kemur fram í myndbandinu, sem birt var í dag, og hvetur múslima til að herða enn frekar á árásum sínum gegn Bandaríkjamönnum. Hann segir frekari ógnaratburða að vænta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×