Lögbrot að tilgreina ekki upprunaland hráefnis 20. september 2006 19:32 Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum. Fréttir Innlent Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Sjá meira
Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Sjá meira