Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs 2. október 2006 17:45 Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion - ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica. Í fyrirlestri sínum sem Dr. Kotaite heldur á þriðjudaginn, mun hann fjalla um framtíð alþjóðlegs flugs en þar má segja að umhverfismálin sé efst á baugi um þessar mundir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugvélum og áhrif þeirra á hitnun andrúmsloftsins auk hefðbundinna umhverfismála flugsins eru ein helsta áskorun, sem flugið stendur fyrir í framtíðinni. Verður áhugavert að heyra í Dr. Kotaite hvað hann hefur að segja um þessi mál, en hann hefur í meira en þrjátíu ár stýrt ICAO við að setja alþjóðlegar reglur og staðla fyrir flug um allan heim.. Ástæða þess að Dr. Kotaite er nú boðið til Íslands er mikil og heilladrjúg afskipti hans af málefnum alþjóðaflugþjónustunnar, sem Ísland hefur haft með höndum á vegum ICAO um margra áratuga skeið. Hann hefur vakið sérstaka athygli á því hve vel hafi tekist til um framkvæmd þessara mála á flugstjórnarsvæðum Íslands og Grænlands og bent á að slíkt fyrirkomulag gæti verið fyrirmynd að skipan flugleiðsöguþjónustu víða um heim, ekki síst í í löndum þriðja heimsins. Auk þess að vera viðurkenndur sem einn af helstu framámönnum alþjóðlegs borgaralegs flugs um áratuga skeið, hefur Dr. Kotaite reynst öflugur stuðningsmaður íslenskrar flugstarfsemi. Hann veitti t.d. íslenskum flugmálayfirvöldum mikilvægan stuðning, þegar íslensk stjórnvöld tókust á hendur árið 2004 að koma rekstri flugvallarins í Pristina í Kosovo í borgaralegt horf í samræmi við staðla ICAO og styðja við uppbyggingu þessa mikilvæga mannvirkis. Eins og fram hefur komið gegndi Dr. Kotaite forsetaembætti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í 30 ár, allt þar til hann lét af því starfi í júlí á þessu ári. Áður hafði hann verið aðalframkvæmdastjóri ICAO um 6 ára skeið og þar áður fulltrúi Líbanon í fastaráðinu, en hann er líbanskur ríkisborgari. Dr. Kotaite hefur komið hingað til lands tvisvar. Fyrst kom hann til landsins árið 1979 til að sæma Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóra æðstu viðurkenningu ICAO, svonefndri Edward Warner orðu, sem Agnar hlaut einkum fyrir störf sín að málefnum alþjóðaflugþjónustunnar. Árið 1994 kom Dr. Kotaite einnig til landsins, og lagði hornstein að nýju flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli ásamt Halldóri Blöndal þáverandi samgönguráðherra. Það er því ljóst að Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Dr. Kotaite en hann hefur stutt Íslendinga með ráðum og dáð í öll þau ár sem hann sat í stóli forseta ICAO. Fyrirlestur Dr. Assad Kotaite fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun og hefst klukkan 16:00.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira