Með og á móti virkjun 2. október 2006 21:01 Merkilegt er að koma heim eftir nokkra dvöl í útlöndum og heyra að þjóðin er enn föst í rifrildinu um Kárahnjúkavirkjun - að það magnast fremur en hitt - og verður jafnvel kosningamál í vetur þegar nánast verður búið að taka virkjunina í notkun. Við setningu þingsins í dag talaði Ólafur Ragnar Grímsson um að náttúruvernd gæti klofið þjóðina eins og hermálið áður. Má vera. Maður hefur skynjað að áköfustu náttúruverndar- og virkjanasinnarnir tala ekki sama tungumál. Skilja ekki hvorir aðra - eða vilja það ekki. Skoðum aðeins nokkur helstu rökin sem hafa verið notuð með og á móti í hinni langdregnu Kárahnjúkadeilu - svo geta menn velt fyrir sér hvernig þau rekast á, grautast saman, ryðja öðrum burt - og hvort til sé einhver millivegur. Þið getið krossað við það sem ykkur finnst eiga við. MEÐ Að virkjunin valdi miklum náttúruspjöllum. Að það verði tap á virkjuninni. Að ríkið eigi ekki að standa í svona framkvæmdum, þetta sé gamaldags ríkiskapítalismi. Að þetta sé byggðastefna, framsóknarmennska, sem er gengin af göflunum. Að virkjunin muni hrynja vegna sprungumyndunar. Að lónið muni fyllast og virkjunin verða ónothæf. Að orkan sé seld of ódýrt. Að álverið sé í eigu erlends auðhrings. Að landið sé líkt og lifandi vera sem hafi verið sært djúpu sári. Eða þá Fjallkona. Að gera eigi aðra hluti, stunda ferðamennsku, hátækni eða bara eitthvað annað. Að engir hafi fengið vinnu við þetta nema útlendingar. Að Austfirðingar flytji hvort sem er burt. Að störf í álveri séu ekki eftirsóknarverð. Á MÓTI Fallvötnin eru auðlind sem þarf að virkja. Virkjunin mun mala gull í þjóðarbúið. Þetta er eins og vítamínsprauta fyrir efnahagslífið. Ísland þarf reglulega á svona innspýtingu að halda til að tryggja hagvöxt. Það þarf að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið. Með því að nýta hreina orku hömlum við gegn gróðurhúsaáhrifum. Það er nóg af ósnortnu hálendi eftir, þetta eru ekki svo mikil náttúruspjöll. Það er ljótt þarna fyrir austan, allavega ekkert sérstakt. Það var komið að Austfirðingum. Af þessu verða margfeldisáhrif sem munu skila sér út um allt þjóðlífið. Þetta eru hátæknistörf, víst. Við eigum ekki að láta menningarvita fyrir sunnan segja okkur fyrir verkum. Störf í álveri eru eftirsóknarverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Merkilegt er að koma heim eftir nokkra dvöl í útlöndum og heyra að þjóðin er enn föst í rifrildinu um Kárahnjúkavirkjun - að það magnast fremur en hitt - og verður jafnvel kosningamál í vetur þegar nánast verður búið að taka virkjunina í notkun. Við setningu þingsins í dag talaði Ólafur Ragnar Grímsson um að náttúruvernd gæti klofið þjóðina eins og hermálið áður. Má vera. Maður hefur skynjað að áköfustu náttúruverndar- og virkjanasinnarnir tala ekki sama tungumál. Skilja ekki hvorir aðra - eða vilja það ekki. Skoðum aðeins nokkur helstu rökin sem hafa verið notuð með og á móti í hinni langdregnu Kárahnjúkadeilu - svo geta menn velt fyrir sér hvernig þau rekast á, grautast saman, ryðja öðrum burt - og hvort til sé einhver millivegur. Þið getið krossað við það sem ykkur finnst eiga við. MEÐ Að virkjunin valdi miklum náttúruspjöllum. Að það verði tap á virkjuninni. Að ríkið eigi ekki að standa í svona framkvæmdum, þetta sé gamaldags ríkiskapítalismi. Að þetta sé byggðastefna, framsóknarmennska, sem er gengin af göflunum. Að virkjunin muni hrynja vegna sprungumyndunar. Að lónið muni fyllast og virkjunin verða ónothæf. Að orkan sé seld of ódýrt. Að álverið sé í eigu erlends auðhrings. Að landið sé líkt og lifandi vera sem hafi verið sært djúpu sári. Eða þá Fjallkona. Að gera eigi aðra hluti, stunda ferðamennsku, hátækni eða bara eitthvað annað. Að engir hafi fengið vinnu við þetta nema útlendingar. Að Austfirðingar flytji hvort sem er burt. Að störf í álveri séu ekki eftirsóknarverð. Á MÓTI Fallvötnin eru auðlind sem þarf að virkja. Virkjunin mun mala gull í þjóðarbúið. Þetta er eins og vítamínsprauta fyrir efnahagslífið. Ísland þarf reglulega á svona innspýtingu að halda til að tryggja hagvöxt. Það þarf að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið. Með því að nýta hreina orku hömlum við gegn gróðurhúsaáhrifum. Það er nóg af ósnortnu hálendi eftir, þetta eru ekki svo mikil náttúruspjöll. Það er ljótt þarna fyrir austan, allavega ekkert sérstakt. Það var komið að Austfirðingum. Af þessu verða margfeldisáhrif sem munu skila sér út um allt þjóðlífið. Þetta eru hátæknistörf, víst. Við eigum ekki að láta menningarvita fyrir sunnan segja okkur fyrir verkum. Störf í álveri eru eftirsóknarverð.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun