Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar 20. nóvember 2025 19:00 Núna árið 2025 eru íbúðir sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu almennt yfirverðlagðar um 20%. Síðustu 9 ár frá ársbyrjun 2016 til loka 2024 fór fasteignaverð langt framúr eðlilegum framleiðslukostnaði, froðan mun sjatna og verð lækka á næstu árum. Ef við skoðum þróun verðlags frá des.2015 til des.2024 þá gerist þetta: HMS vísitala íbúðaverðs hækkar um 142%Byggingarvísitala hækkar um 51%Verðlag hækkar um 48%Launavísitala hækkar um 90%Söluverð íbúða hækkar um 124% Skoðaði söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru nýjar/nýlegar í fjölbýli stærð 40-140 fm og hækkun á þesum 9 árum reiknast 124%. Prófaði að víkka og þrengja leitina, en það breytti litlu - fermetraverðið var alltaf að hækka úr tæpum 400 þús í tæp 900 þús. Fermetra-söluverð var 250-300 þús árin 2012-2013, sem stóð ekki undir tilkostnaði nýbygginga.Um áramótin 2015/2016, sem ég miða við, var engin veisla, en verðið stóð þó undir byggingarkostnaði. Eðlileg hækkun næstu 9 ár væri 75-90%, sem þýðir að 40 m.kr íbúð hækki um 35 m.kr í 75 m.kr, en ekki upp í 90 m.kr eins og raunin varð með 15 m.kr froðu. Sundurliðuð er þessi 35 m.kr hækkun: 20 m.kr vegna almennra verðlagshækkana + 15 m.kr vegna lítillar framlegðar og lágs lóðarverðs 2015, auk þess hækka vextir og laun tæplega tvöfaldast á þessum 9 árum. Að sjálfsögðu er þessi niðurstaða matskennd. Lóðaverð þarf að standa undir bæði gatnagerð og brýnni þjónustu eins og leikskólum og þarf líklega að vera 50-100 þús/fm. Vaxtahækkun er lítil, en td. yfirdráttarvextir 2015 voru bara 2-3% lægri en nú. Hins vegar bítur það sárt þegar fullbúnar íbúðir hanga á sölu mánuðum saman. HMS reiknar 142% hækkun íbúðaverðs og Hagstofan 51% hækkun byggingavísitölu, sem mælir hækkun byggingarkostnaðar. Þessi 91% munur á hækkun verðs og tilkostnaðar sýnir að eitthvað fór til fjandans. Hef engin marktæk gögn um þessar vísitölur og tek þeim með fyrirvara, en gögn um 120-130% hækkun fermetraverðs eru aðgengileg. Meirihluti landsmanna býr í eigin húsnæði og fagnar því hækkandi fasteignaverði. Þeir sem byggja og selja voru í veislu og bíða nú eftir ríkisráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaupendum pláss á galeiðu bankanna. Þeir sem kaupa sína fyrstu eign langt yfir raunvirði munu gjalda þess dýru verði. Ef þú nurlar saman 20% með hjálp mömmu og bankinn lánar 80%, - þá mun bankinn eiga íbúðina eftir nokkur ár, en þú ekkert. Það er ekki rangt sem umræðan hefur snúist um að lóðaframboð sé of lítið og vextir of háir.Fasteignaverð hefur hins vegar af mestu spunnist upp vegna þess að á þeim markaði voru fjárfestar aðalleikararnir í lóðabraski og íbúðaklasakaupum, - en ekki Jón og Gunna sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð eða stækka við sig. Höfundur er byggingarverktaki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Núna árið 2025 eru íbúðir sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu almennt yfirverðlagðar um 20%. Síðustu 9 ár frá ársbyrjun 2016 til loka 2024 fór fasteignaverð langt framúr eðlilegum framleiðslukostnaði, froðan mun sjatna og verð lækka á næstu árum. Ef við skoðum þróun verðlags frá des.2015 til des.2024 þá gerist þetta: HMS vísitala íbúðaverðs hækkar um 142%Byggingarvísitala hækkar um 51%Verðlag hækkar um 48%Launavísitala hækkar um 90%Söluverð íbúða hækkar um 124% Skoðaði söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru nýjar/nýlegar í fjölbýli stærð 40-140 fm og hækkun á þesum 9 árum reiknast 124%. Prófaði að víkka og þrengja leitina, en það breytti litlu - fermetraverðið var alltaf að hækka úr tæpum 400 þús í tæp 900 þús. Fermetra-söluverð var 250-300 þús árin 2012-2013, sem stóð ekki undir tilkostnaði nýbygginga.Um áramótin 2015/2016, sem ég miða við, var engin veisla, en verðið stóð þó undir byggingarkostnaði. Eðlileg hækkun næstu 9 ár væri 75-90%, sem þýðir að 40 m.kr íbúð hækki um 35 m.kr í 75 m.kr, en ekki upp í 90 m.kr eins og raunin varð með 15 m.kr froðu. Sundurliðuð er þessi 35 m.kr hækkun: 20 m.kr vegna almennra verðlagshækkana + 15 m.kr vegna lítillar framlegðar og lágs lóðarverðs 2015, auk þess hækka vextir og laun tæplega tvöfaldast á þessum 9 árum. Að sjálfsögðu er þessi niðurstaða matskennd. Lóðaverð þarf að standa undir bæði gatnagerð og brýnni þjónustu eins og leikskólum og þarf líklega að vera 50-100 þús/fm. Vaxtahækkun er lítil, en td. yfirdráttarvextir 2015 voru bara 2-3% lægri en nú. Hins vegar bítur það sárt þegar fullbúnar íbúðir hanga á sölu mánuðum saman. HMS reiknar 142% hækkun íbúðaverðs og Hagstofan 51% hækkun byggingavísitölu, sem mælir hækkun byggingarkostnaðar. Þessi 91% munur á hækkun verðs og tilkostnaðar sýnir að eitthvað fór til fjandans. Hef engin marktæk gögn um þessar vísitölur og tek þeim með fyrirvara, en gögn um 120-130% hækkun fermetraverðs eru aðgengileg. Meirihluti landsmanna býr í eigin húsnæði og fagnar því hækkandi fasteignaverði. Þeir sem byggja og selja voru í veislu og bíða nú eftir ríkisráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaupendum pláss á galeiðu bankanna. Þeir sem kaupa sína fyrstu eign langt yfir raunvirði munu gjalda þess dýru verði. Ef þú nurlar saman 20% með hjálp mömmu og bankinn lánar 80%, - þá mun bankinn eiga íbúðina eftir nokkur ár, en þú ekkert. Það er ekki rangt sem umræðan hefur snúist um að lóðaframboð sé of lítið og vextir of háir.Fasteignaverð hefur hins vegar af mestu spunnist upp vegna þess að á þeim markaði voru fjárfestar aðalleikararnir í lóðabraski og íbúðaklasakaupum, - en ekki Jón og Gunna sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð eða stækka við sig. Höfundur er byggingarverktaki
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar