Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar 20. nóvember 2025 14:30 „Tryggðu þér bíl fyrir hækkun vörugjalda,“ segir í auglýsingu frá Mitsubishi á Íslandi og „tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót,“ segir í auglýsingu frá Brimborg. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna. Því miður er það dapurlegur veruleiki á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar svo sannarlega eru, fyrir áramót vegna þess að skattahækkunin verður svo gríðarleg. Sama ríkisstjórn og sagðist ekki ætla að hækka skatta á „venjulegt“ og „vinnandi“ fólk ákveður nú að gera einmitt það. Nema hún telji bílaeigendur til óvenjulegra auðmanna eða iðjuleysingja. Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið? – Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna. – Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda. Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga. Vinstristjórnir á Íslandi lenda jafnan í sama vítahringnum. Þær þenja út ríkisbáknið, reyna að fjármagna útgjaldaaukninguna með því að skattleggja „breiðu bökin“, og þegar það dugar ekki - sem gerist alltaf - þá eru það fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn. Nú gerist það aftur og þetta er bara eitt dæmi um það. Ég vil minna ykkur á hvað forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir kosningarnar fyrir ári síðan: „Ég vil vera alveg skýr, ég vil vera alveg skýr með það að Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk í landinu,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Við í Viðreisn erum alveg skýr á því að við ætlum ekki að auka skatta á venjulegt fólk, á almenning í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín fyrir kosningar. Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín. Við sjálfstæðismenn munum allavega leggja til fjármagnaðar tillögur til að afstýra þessum áformum og skilja meiri pening eftir í vösum landsmanna. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
„Tryggðu þér bíl fyrir hækkun vörugjalda,“ segir í auglýsingu frá Mitsubishi á Íslandi og „tryggðu þér nýjan bíl fyrir áramót,“ segir í auglýsingu frá Brimborg. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum auglýsingum bílaumboða undanfarnar vikur á öllum helstu miðlum og það er engin tilviljun. Ástæðan er einföld: ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst hækka vörugjöld (lesist sem tollar) á bíla um milljónir króna. Því miður er það dapurlegur veruleiki á lokametrum ársins að bílamarkaðurinn sjái sig knúinn til að hvetja fólk til að tryggja sér nauðsynjavöru, eins og bílar svo sannarlega eru, fyrir áramót vegna þess að skattahækkunin verður svo gríðarleg. Sama ríkisstjórn og sagðist ekki ætla að hækka skatta á „venjulegt“ og „vinnandi“ fólk ákveður nú að gera einmitt það. Nema hún telji bílaeigendur til óvenjulegra auðmanna eða iðjuleysingja. Tökum lítið en skýrt dæmi um Kia Sportage, plug in hybrid, sem bar áður 5% vörugjald. Um áramótin hækkar það í rúmlega 27%. Hvað þýðir þessi breyting í krónum talið? – Skattahækkunin ein og sér hækkar verðið á bílnum um tæplega 1,2 milljónir króna. – Þar á ofan leggst hærri virðisaukaskattur, sem hækkar um tæplega 287 þúsund krónur vegna hærri vörugjalda. Samanlagt nemur skattahækkun ríkisstjórnarinnar á þessum eina bíl tæplega 1,5 milljónum króna. Í landi þar sem bíleign er álíka mikil nauðsyn og að eiga góða úlpu er augljóst að þessi aðgerð bitnar beint á fjölskyldum landsins og það með gífurlegum þunga. Vinstristjórnir á Íslandi lenda jafnan í sama vítahringnum. Þær þenja út ríkisbáknið, reyna að fjármagna útgjaldaaukninguna með því að skattleggja „breiðu bökin“, og þegar það dugar ekki - sem gerist alltaf - þá eru það fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn. Nú gerist það aftur og þetta er bara eitt dæmi um það. Ég vil minna ykkur á hvað forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir kosningarnar fyrir ári síðan: „Ég vil vera alveg skýr, ég vil vera alveg skýr með það að Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk í landinu,“ sagði Kristrún Frostadóttir. „Við í Viðreisn erum alveg skýr á því að við ætlum ekki að auka skatta á venjulegt fólk, á almenning í landinu,“ sagði Þorgerður Katrín fyrir kosningar. Mikið hefði nú verið gott hefðu þær staðið við loforðin sín. Við sjálfstæðismenn munum allavega leggja til fjármagnaðar tillögur til að afstýra þessum áformum og skilja meiri pening eftir í vösum landsmanna. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun