Chicago - Washington í beinni

Leikur kvöldsins á NBA TV frá undirbúningstímabilinu er viðureign Chicago Bulls og Washington Wizards. Þarna gefst áhorfendum tækifæri til að sjá Big Ben Wallace í eldlínunni með Chicago í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir liðsins frá Detroit í sumar. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt í nótt.