Innlent

Breytinga þörf í umhverfismálum

Samkvæmt yfirmanni náttúruverndarsamtakanna WWF þarf heimsbyggðin að taka sig verulega á til þess að forðast loftslagsbreytingar til hins verra. Sagt var að loftslagsbreytingar hefðu þegar haft gríðarleg áhrif á daglegt líf fólks og enn gæti staða mála versnað. Krafan sem sett hefur verið fram er að samningurinn sem komi á eftir Kyoto-bókununni taki enn fastar á losun kolefna í andrúmsloftið.

Margir sérfræðingar hafa þó sagt að ekki verði hægt að komast að nýju samkomulagi fyrr en að kjörtímabili George Bush, forseta Bandaríkjanna, ljúki. Hann er sem kunnugt er andstæðingur Kyoto-bókunarinnar og er talið ólíklegt að hann undiriti skjal sem tæki enn harðar á umhverfismálum.

Flestir vísindamenn telja að hitastig á jörðinni muni halda áfram að aukast út öldina vegna losunnar gróðurhúsalofttegunda. Forsvarsmenn WWF segja að þetta þýði að þróuðu löndin þurfi að taka sig verulega á og færa sig yfir í annars konar orkuframleiðslu, orkuframleiðslu sem losi ekki kolefni út í andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×