Körfubolti

Þrír leikir fóru fram í nótt

Gilbert Arenas skoraði mest allra í nótt en hann er einn þeirra leikmanna sem áhugavert verður að fylgjast með í vetur
Gilbert Arenas skoraði mest allra í nótt en hann er einn þeirra leikmanna sem áhugavert verður að fylgjast með í vetur NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt, en deildarkeppnin hefst eftir nákvæmlega viku. Leikur grannaliðanna Orlando og Miami verður sýndur beint á NBA TV klukkan 23:00 í nótt.

Washington lagði Atlanta 110-105 á útivelli. Gilbert Arenas skoraði 29 stig fyrir Washington á aðeins 28 mínútum, Antawn Jamison skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst og Caron Butler skoraði 15 stig og gaf 7 stoðsendingar. Joe Johnson skoraði 28 stig og hirti 7 fráköst fyrir Atlanta, Marvin Williams skoraði 17 stig, Josh Smith skoraði 14 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Tyrone Lue skoraði 16 stig og gaf 9 stoðsendingar.

Seattle lagði Phoenix 108-102. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis skoraði 23 stig. Kurt Thomas skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 11 stoðsendingar.

Loks vann Portland 114-110 sigur á Utah. Zach Randolph skoraði 22 stig fyrir Portland, Jarrett Jack 21 stig, og Juan Dixon 19. Hjá Utah var Deron Williams bestur með 24 stig og 7 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×