Miami - Houston í beinni

Það verður sannkallaður toppleikur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni í kvöld en annað kvöldið í röð eru það meistarar Miami sem verða í eldlínunni og að þessu sinni tekur liðið á móti Houston Rockets. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti og er hér um að ræða æfingaleik. Deildarkeppnin hefst svo á fullu um mánaðamótin þar sem tveir leikir verða sýndir beint á hverju kvöldi fyrstu vikuna af tímabilinu.