
Körfubolti
Logi heitur

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var sjóðandi heitur í kvöld þegar hann og félagar hans í ToPo Helsinki lögðu Espool Tonka 95-86 í finnsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Logi skoraði 37 stig í leiknum og er lið hans nú í fimmta sæti deildarinnar eftir 10 umferðir.