Vegagerðin er nú að fara yfir framkvæmdirnar við Reykjanesbraut þar sem banaslys varð um helgina. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, segir að verið sé að fara yfir þátt verktakans og eftirlit Vegagerðarinnar með framkvæmdunum.
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofa, gagnrýndi í fréttum NFS í gær að merkingar á staðnum hafi ekki verið í samræmi við reglur. Hann sagði merkingar við framkvæmdasvæði í umferðinni víða vandamál. Vegamálastjóra er ekki kunnugt um að Vegagerðin hafi gert einhverjar athugasemdir við framkvæmdirnar nýlega.