Bílaumboð eiga ekki að hvetja til utanvegaaksturs 14. nóvember 2006 22:13 Á myndinni er verið að reynsluaka Nissan jeppa. Myndin er úr myndasafni. MYND/Þorvaldur Bílaumboð eiga að sjá sóma sinn í því að taka auglýsingar sínar, sem hvetja til utanvegaaksturs, úr umferð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar. Ákveðin auglýsing Nissan-umboðsins hefur vakið athygli margra, ekki eingöngu af því hún er tekin upp í íslenskri náttúru, heldur vegna þess að hún er í verulegri mótsögn við átak umhverfisráðuneytisins gegn utanvegaakstri undanfarna mánuði. Framkvæmdarstjóri Landverndar segir auglýsinguna gefa skýr skilaboð. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir skilaboðin vera sú að þessir bílar geti greinilega farið um allt, á vegum jafnt sem utan vega. Hann segir þetta ekki góð skilaboð og sérstaklega í ljósi þess að 4x4 og önnur samtök ökutækja og ökumanna séu að berjast gegn þessu. Hann segir það fólk upp til hópa ekki vilja þennan utanvegaakstur en að vitanlega séu svartir sauðir innan um og það sé helst að þessi skilaboð virki mjög hvetjandi á þá og hugsanlega einnig yngri ökumenn. Sagðist hann jafnframt vonast til þess að þessi umfjöllun yrði til þess að bílaumboðin sjái sóma sinn í því að taka þessar auglýsingar af markaðnum. Nýverið gaf umhverfisráðuneytið út nýja reglugerð þar sem sú meginregla er áréttuð að óheimilt sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Bergur segir hins vegar að reglur um utanvegaakstur mætti vera skýrari. "Það er ekki alveg skýrt hvað má og hvað má ekki een það er alveg skýrt að það má ekki aka þar sem menn valda náttúruspjöllum". Þess má geta að forstjóri Nissan-umboðsins svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal vegna þessa máls. Fréttir Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Bílaumboð eiga að sjá sóma sinn í því að taka auglýsingar sínar, sem hvetja til utanvegaaksturs, úr umferð. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar. Ákveðin auglýsing Nissan-umboðsins hefur vakið athygli margra, ekki eingöngu af því hún er tekin upp í íslenskri náttúru, heldur vegna þess að hún er í verulegri mótsögn við átak umhverfisráðuneytisins gegn utanvegaakstri undanfarna mánuði. Framkvæmdarstjóri Landverndar segir auglýsinguna gefa skýr skilaboð. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir skilaboðin vera sú að þessir bílar geti greinilega farið um allt, á vegum jafnt sem utan vega. Hann segir þetta ekki góð skilaboð og sérstaklega í ljósi þess að 4x4 og önnur samtök ökutækja og ökumanna séu að berjast gegn þessu. Hann segir það fólk upp til hópa ekki vilja þennan utanvegaakstur en að vitanlega séu svartir sauðir innan um og það sé helst að þessi skilaboð virki mjög hvetjandi á þá og hugsanlega einnig yngri ökumenn. Sagðist hann jafnframt vonast til þess að þessi umfjöllun yrði til þess að bílaumboðin sjái sóma sinn í því að taka þessar auglýsingar af markaðnum. Nýverið gaf umhverfisráðuneytið út nýja reglugerð þar sem sú meginregla er áréttuð að óheimilt sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Bergur segir hins vegar að reglur um utanvegaakstur mætti vera skýrari. "Það er ekki alveg skýrt hvað má og hvað má ekki een það er alveg skýrt að það má ekki aka þar sem menn valda náttúruspjöllum". Þess má geta að forstjóri Nissan-umboðsins svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal vegna þessa máls.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira