Víða slæmt ferðaveður

Óveður er á Kjalarnesi við Lómagnúp í Öræfasveit og við Kvísker. Mjög slæmt ferðaveður er á Austurlandi. Þungfært og stórhríð er á Mývatnsöræfum, á Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði, á Fagradal og í Oddskarði. Þungfært er á Skriðdal, snjóþekja og stórhríð er með ströndinni og lítið ferðaveður. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.