Körfubolti

Kenyon Martin úr leik

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Kenyon Martin verður ekki meira með liði sínu Denver Nuggets á tímabilinu eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hans voru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Martin fór í minniháttar uppskurð í gær sem áætlað var að héldi honum frá keppni í um tvo mánuði, en þá kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var.

Martin spilar því ekki meira en tvo leiki með liðinu á leiktíðinni, en hann missti úr 25 leiki vegna hnémeiðlsa á síðasta tímabili. Þetta eru slæm tíðindi fyrir lið Denver sem hefur átt í miklum vandræðum vegna meiðsla framherja sinna. Martin hafði þar fyrir utan átt í deilum við þjálfara sinn George Karl á síðustu leiktíð, en þeir höfðu gefið það út að allt væri í góðu á milli þeirra nú í haust. 

Martin er ekki eini framherjinn sem er úr leik allt tímabilið, því Darius Miles hjá Portland Trailblazers þurfti í hnéuppskurð á dögunum og er sá enn alvarlegri en sá sem Martin fór í að þessu sinni. Miles skoraði 14 stig að meðaltali með Portland í fyrra, en verður ekki meira með á leiktíðinni. Þá verður miðherjinn Chris Mihm hjá LA Lakers ekki meira með sínu liði á leiktíðinni vegna alvarlegra ökklameiðsla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×