Lentu í klóm sjóræningja 16. nóvember 2006 19:24 Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu. Fréttir Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu.
Fréttir Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira