Lentu í klóm sjóræningja 16. nóvember 2006 19:24 Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu. Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Íslensk hjón á siglingu um Karabíska hafið komust í hann krappann þegar vopnaðir ræningjar réðust um borð í bát þeirra og stálu öllu steini léttara. Þau voru bundin á höndum og fótum og um tíma óttuðust þau um líf sitt. Sjóránið óhugnalega var framið aðfararnótt laugardagsins undan ströndum Margaritu-eyju í sunnanverðu Karabíska hafinu. Þar höfðu hjónin Kári Jón Halldórsson og Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir varpað akkerum á skútu sinni Lady Ann. Kári var staddur á þilfarinu en Áslaug svaf neðan þilja þegar þrír ræningjar læddust um borð vopnaðir skammbyssum. Þrátt fyrir að byssu væri haldið að höfði Kára náði hann að vekja konu sína sem tókst að kalla á hjálp í talstöð og hlaupa svo inn á baðherbergi. Það var hins vegar létt verk fyrir sjóræningjana að mölva hurðina og ná Áslaugu út. Næstu þremur klukkustundunum eyddu svo hjónin bundin á höndum og fótum horfandi upp í byssuhlaup eins ræningjans á meðan hinir brutu allt og brömluðu í bátnum í leit að verðmætum. Þegar lak var sett yfir höfuð þeirra hélt Áslaug að sín síðasta stund væri runnin upp, eða eins og segir á heimasíðu þeirra hjóna: Ég hef aldrei orðið jafn hrædd á ævinni, því ég var viss um að nú mundu þeir annað hvort skjóta okkur eða alla vega rota okkur svo við myndum nú ekki byrja að öskra um leið og þeir færu - geturðu ímyndað þér að vera bundinn af byssubófa og fá síðan hulu yfir höfuðið, eins og gert er við aftökur? Sem betur fer höfðu ræningjarnir sig á brott og þeim Kára og Áslaugu tókst svo að losa sig úr böndunum. Lögregla á staðnum hefur leitað ræningjanna undanfarna daga en án árangurs. Þar sem báturinn er mikið skemmdur og öll tæki á bak og burt má ætla að tjón þeirra hjóna sé mikið. Þau eru hins vegar ómeidd og það er víst fyrir öllu.
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira