Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga 17. nóvember 2006 18:40 Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu. Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu.
Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira