
Körfubolti
Cleveland - Minnesota í beinni í nótt

Leikur Cleveland Cavaliers og Minnesota Timberwolves verður sýndur beint á NBA TV á Fjölvarpinu í kvöld og hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Cleveland er í efsta sæti Austurdeildarinnar og hefur farið ágætlega af stað, en Minnesota er í miklu basli í Vesturdeildinni og á von á erfiðum leik gegn LeBron James og félögum.