Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki á döfinni að segja sig úr Framsóknarflokknum. Þetta sagði Kristinn í þættinum Silfur Egils á Stöð 2. Kristinn lenti í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í fyrradag. Flokkurinn hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu.
Kristinn sagði afstöðu sína fjölmiðlafrumvarpsmálið hafa markað sér ákveðna stöðu gegn flokksforystunni. Kristinn sagði ljóst að flokksmenn í kjördæminu vilji fylgja stefnu forystunnar. Það telur hann ekki vænlegt til sigurs enda hafi flokkurinn fengið sína verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í kosningunum í vor.
Kristinn er nú að meta stöðu sína en hefur engu vilja svara um hvort hann hyggi á sérframboð, ákvörðun um það sé ekki tímabær.