Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna 19. nóvember 2006 17:50 Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira