Fór tvær veltur

Meiðsl ökumanna bifreiðanna, sem lentu saman á Sandskeiði á sjötta tímanum í dag, eru aðeins minniháttar. Tildrög slysins voru þau að jeppabifreið rann vegna hálkunnar yfir á rangan vegarhelming. Bifreiðin fór framan á aðra jeppabifreið og fór tvær veltur. Ökumennirnir voru einir í bílunum.