Eiði Smára líkt við Romario 20. nóvember 2006 09:15 Eiður Smári Guðjohnsen sést hér skora annað mark sitt gegn Mallorca í gær. Yfirvegunin sem hann sýndi í markinu þykir minna á Romario, lifandi goðsögn hjá Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær. Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær.
Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira