Lögregluliðin á Suðvesturlandi standa nú fyrir átaksverkefni þar sem fylgst er með því hversu vel íbúar á suðvesturhorninu nota stefnuljósin á bílum sínum. Lögregla segir að nokkur misbrestur hafi verið á því að undanförnu og hafa allmargir verið stöðvaðir fyrir að nota þau ekki. Fimm þúsund króna sekt liggur við því að vanrækja það að nota ljósin.
Lögregla fylgist með notkun stefnuljósa
