Málflutningur að hefjast gegn olíufélögunum 20. nóvember 2006 19:18 Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Málarekstur sem beinist að olíufélögunum þremur vegna ólögmæts samráðs er þríþættur. Samráðsmálið sjálft er enn í dómskerfinu en þar reyna félögin að hnekkja sektagreiðslum uppá hálfan annan milljarð. Lögreglumál gegn stjórnendum félaganna þriggja er enn hjá saksóknara en ekki er ólíklegt að ákærur verði birtar í byrjun desember. Þriðju málin snúa svo að skaðabótum sem þolendur sámráðsins krefja olíufélögin um. Það fyrsta stóra er nú á leið í málflutning á miðvikudag en þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna vegna skaða sem Strætó varð fyrir í olíuútboði 1996 - eða fyrir 10 árum. Málið er sérstakt að því leyti að það tengist eina manninum í stjórnendateymi olíufélaganna sem hefur orðið að gjalda fyrir hið meinta ólögmæta samráð - það er borgarstjóranum fyrrverandi, Þórólfi Árnasyni. Hann var markaðsstjóri Essó á þessu samráðsárum og þegar málið kom upp á yfirborðið var honum ekki sætt lengur í borgarstjórastól. Enda ljóst að borgin myndi höfða mál. Mál borgarinnar gegn Olís, Essó (eða Keri) og Skeljungi er skoðað sem hálfgert fordæmismál. Ríkið er með annað skaðabótamál í biðstöðu. Snýr það að skaða sem hið ólögmæta samráð olli andhelgisgæslunni, Vegagerðinni og lögreglunni. Ælta má að kröfugerð þar kunni að hljóða uppá á annað hundruð milljónir króna. Alcan í Straumsvík hefur enn ekki útilokað dómsmál, einstaka útgerðir og fyrirtæki skoða sína stöðu ásamt öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Einstaklingar eiga erfitt um vik að höfða dómsmál, en þó er eitt slíkt rekið undir handleiðslu Neytendasamtakana. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Málarekstur sem beinist að olíufélögunum þremur vegna ólögmæts samráðs er þríþættur. Samráðsmálið sjálft er enn í dómskerfinu en þar reyna félögin að hnekkja sektagreiðslum uppá hálfan annan milljarð. Lögreglumál gegn stjórnendum félaganna þriggja er enn hjá saksóknara en ekki er ólíklegt að ákærur verði birtar í byrjun desember. Þriðju málin snúa svo að skaðabótum sem þolendur sámráðsins krefja olíufélögin um. Það fyrsta stóra er nú á leið í málflutning á miðvikudag en þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna vegna skaða sem Strætó varð fyrir í olíuútboði 1996 - eða fyrir 10 árum. Málið er sérstakt að því leyti að það tengist eina manninum í stjórnendateymi olíufélaganna sem hefur orðið að gjalda fyrir hið meinta ólögmæta samráð - það er borgarstjóranum fyrrverandi, Þórólfi Árnasyni. Hann var markaðsstjóri Essó á þessu samráðsárum og þegar málið kom upp á yfirborðið var honum ekki sætt lengur í borgarstjórastól. Enda ljóst að borgin myndi höfða mál. Mál borgarinnar gegn Olís, Essó (eða Keri) og Skeljungi er skoðað sem hálfgert fordæmismál. Ríkið er með annað skaðabótamál í biðstöðu. Snýr það að skaða sem hið ólögmæta samráð olli andhelgisgæslunni, Vegagerðinni og lögreglunni. Ælta má að kröfugerð þar kunni að hljóða uppá á annað hundruð milljónir króna. Alcan í Straumsvík hefur enn ekki útilokað dómsmál, einstaka útgerðir og fyrirtæki skoða sína stöðu ásamt öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Einstaklingar eiga erfitt um vik að höfða dómsmál, en þó er eitt slíkt rekið undir handleiðslu Neytendasamtakana.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira