Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Benfica og FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu á morgun. Leikurinn er liður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en liðin eru í F-riðli keppninnar.
Leikurinn fer fram á heimavelli Benfica í Lissabon.