Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 14:14 MYND/Víkurfrétti Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira