Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 14:14 MYND/Víkurfrétti Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira