Neil Lennon, fyrirliði Glasgow Celtic, hefur gefið það upp að Gary Neville hjá Manchester United hafi komið til sín skömmu áður en Louis Saha tók vítaspyrnuna á lokamínútum leiks liðanna í Meistaradeildinni í gær og sagt sér að Saha myndi ekki skora úr henni.
"Hann kom til mín og sagði mér að fylgjast með því hvernig hann klúðraði spyrnunni og það kom á daginn. Neville sagði mér að Saha hefði verið niðurlútur fyrir spyrnuna og benti á að hann hefði áður misnotað spyrnu undir sömu kringumstæðum," sagði Lennon.