Vilja 900 þúsund króna frítekjumark hjá elli- og örorkulífeyrisþegum 23. nóvember 2006 10:00 MYND/GVA Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun. Tillögurnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir nýju frítekjumarki fyrir bæði elli- og örorkulífeyrisþega sem nemur 900 þúsund krónum en samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar á markið að vera 300 þúsund krónur og aðeins að gilda fyrir ellilífeyrisþega. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að tekjutrygging hækki upp í 85 þúsund krónur hjá ellilífeyrisþegum en 86 þúsund hjá öryrkjum og í þriðja lagi að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjur maka. Þá vill stjórnarandstaðan í fjórða lagi að vasapeningar þeirra sem búi á stofnunum hækki um helming og frítekjumark þeirra hækki úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Enn fremur að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar þeir fari á ellilífeyri. Í sjötta og síðasta lagi vill stjórnarandstaðan að skerðingarhlutfall verði minnkað þannig að skattskyldar tekjur umfram 900 þúsund króna frítekjumarkið skerði tekjutryggingu aðeins um 35 prósent í stað 45 prósenta. Það voru Katrín Júlíudóttir, Samfylkingunni, sem er flutningsmaður tillagnanna, og þingflokksformennirnir Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og Magnús Þór Hafsteinsson sem kynntu tillögunar. Fram kom í máli þeirra að milljarðarnir sjö rúmist innan fjárlagarammans en tillagan er eitt skref í samvinnu stjórnarandstöðuflokkanna sem kynnt var fyrr í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur fram sameiginlegar tillögur við breytingar á fjárlögum við aðra umræðu um þau sem varðar lífeyrisgreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega. Gert er ráð fyrir að greiðslur til þeirra hækki um samtals sjö milljarða króna samkvæmt tillögunum en þær voru kynntar á sameiginlegum fundi stjórnarandstöðunnar í morgun. Tillögurnar gera í fyrsta lagi ráð fyrir nýju frítekjumarki fyrir bæði elli- og örorkulífeyrisþega sem nemur 900 þúsund krónum en samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar á markið að vera 300 þúsund krónur og aðeins að gilda fyrir ellilífeyrisþega. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að tekjutrygging hækki upp í 85 þúsund krónur hjá ellilífeyrisþegum en 86 þúsund hjá öryrkjum og í þriðja lagi að afnumin verði með öllu tengsl lífeyrisgreiðslna við tekjur maka. Þá vill stjórnarandstaðan í fjórða lagi að vasapeningar þeirra sem búi á stofnunum hækki um helming og frítekjumark þeirra hækki úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Enn fremur að öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar þeir fari á ellilífeyri. Í sjötta og síðasta lagi vill stjórnarandstaðan að skerðingarhlutfall verði minnkað þannig að skattskyldar tekjur umfram 900 þúsund króna frítekjumarkið skerði tekjutryggingu aðeins um 35 prósent í stað 45 prósenta. Það voru Katrín Júlíudóttir, Samfylkingunni, sem er flutningsmaður tillagnanna, og þingflokksformennirnir Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og Magnús Þór Hafsteinsson sem kynntu tillögunar. Fram kom í máli þeirra að milljarðarnir sjö rúmist innan fjárlagarammans en tillagan er eitt skref í samvinnu stjórnarandstöðuflokkanna sem kynnt var fyrr í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Sjá meira