Félagsmálanefnd fjallar um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði 23. nóvember 2006 14:41 MYND/GVA Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira