Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl 23. nóvember 2006 15:57 Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira