Skipulagsbreytingum laumað inn bakdyramegin 23. nóvember 2006 17:23 Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vesturbæ Kópavogs á næstu árum. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Kópavogstúni, byrjað er að fylla upp fyrir Bryggjuhverfi norðan megin við Nesið, þá er stórskipahöfn í bígerð og á svokölluðu endurbótasvæði er fyrirhugað að byggja hátt í 1000 íbúðir. Samanlagt getur þetta þýtt hátt í tvöföldun íbúafjölda í Vesturbæ Kópavogs. Húsfyllir var hjá Samfylkingunni í Kópavogi í gærkvöldi þar sem þessar hugmyndir voru ræddar en Samfylkingin gagnrýnir að uppbyggingin skuli kynnt í bútum. "Það er ekki búið að kynna þetta heildarsamhengi fyrir íbúum Kársness og Vesturbæ Kópavogs. Þegar verið er að pota inn einstaka reitum í kynningu hafa þeir ekki hugmynd um heildarsamhengið," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Það var samþykkt í bæjarstjórn fyrir rúmum þremur mánuðum að einstakir reitir yrðu ekki kynntir fyrr en búið væri að kynna rammaskipulag, eða eins konar framtíðarsýn fyrir svæðið. "Samhliða þá þessum deiliskipulagsreitum og bíða með frekari skipulagskynningar þar til því væri lokið en það var ekki staðið við það. Við höfum heyrt í íbúum hérna á Kársnesinu og það er afar þungt í þeim hljóðið. Þeim finnst eins og það sé verið að lauma hér bakdyramegin skipulagsbreytingum sem koma til með að hafa veruleg áhrif á búsetuskilyrði á Kársnesinu." Skipahöfn fer bráðlega í kynningu en hún hefur verið samþykkt í bæjarstjórn. Samfylkingin leggst gegn stórskipahöfn en vill uppbyggingu bryggjuhverfis með kaffihúsum og listamannahverfi. "Við höfum hérna tækifæri til að gera þetta að mikilli perlu fyrir íbúa bæjarins og við sjáum ekki að stórskipahöfn sé til að bæta hér umferðarmál eða ásýnd." Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vesturbæ Kópavogs á næstu árum. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Kópavogstúni, byrjað er að fylla upp fyrir Bryggjuhverfi norðan megin við Nesið, þá er stórskipahöfn í bígerð og á svokölluðu endurbótasvæði er fyrirhugað að byggja hátt í 1000 íbúðir. Samanlagt getur þetta þýtt hátt í tvöföldun íbúafjölda í Vesturbæ Kópavogs. Húsfyllir var hjá Samfylkingunni í Kópavogi í gærkvöldi þar sem þessar hugmyndir voru ræddar en Samfylkingin gagnrýnir að uppbyggingin skuli kynnt í bútum. "Það er ekki búið að kynna þetta heildarsamhengi fyrir íbúum Kársness og Vesturbæ Kópavogs. Þegar verið er að pota inn einstaka reitum í kynningu hafa þeir ekki hugmynd um heildarsamhengið," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Það var samþykkt í bæjarstjórn fyrir rúmum þremur mánuðum að einstakir reitir yrðu ekki kynntir fyrr en búið væri að kynna rammaskipulag, eða eins konar framtíðarsýn fyrir svæðið. "Samhliða þá þessum deiliskipulagsreitum og bíða með frekari skipulagskynningar þar til því væri lokið en það var ekki staðið við það. Við höfum heyrt í íbúum hérna á Kársnesinu og það er afar þungt í þeim hljóðið. Þeim finnst eins og það sé verið að lauma hér bakdyramegin skipulagsbreytingum sem koma til með að hafa veruleg áhrif á búsetuskilyrði á Kársnesinu." Skipahöfn fer bráðlega í kynningu en hún hefur verið samþykkt í bæjarstjórn. Samfylkingin leggst gegn stórskipahöfn en vill uppbyggingu bryggjuhverfis með kaffihúsum og listamannahverfi. "Við höfum hérna tækifæri til að gera þetta að mikilli perlu fyrir íbúa bæjarins og við sjáum ekki að stórskipahöfn sé til að bæta hér umferðarmál eða ásýnd."
Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira