Reyndi að koma syni sínum ólöglega úr landi 23. nóvember 2006 21:36 Maðurinn reyndi að komast til Danmerkur með flugi Iceland Express frá Akureyri. MYND/Kristján Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Foreldrar barnsins eru frá höfuðborgarsvæðinu en samband þeirra endaði með skilnaði. Heimildir fréttastofu herma að í fyrstu hafi foreldrarnir skipt forræði en síðar orðið átök og heimildir föðurins til umgengni skertar í kjölfarið. Síðastliðinn laugardag fékk faðirinn að hitta son sinn, sem er aðeins nokkurra mánaða gamall, í kirkju í Reykjavík. Hann hafði samkvæmt úrskurði aðeins eina klukkustund til umráða með syninum en tókst að stinga af með barnið. Eftir að maðurinn stakk af með son sinn voru lögregluyfirvöld meðal annars hérna á Akureyri látin vita, enda talið mögulegt að maðurinn myndi reyna að komast úr landi. Það var svo í morgun að fregnir bárust af því að maðurinn hefði keypt miða með Iceland Express og þá var brugðist við því. Flugvél Iceland Express fór til Kaupmannahafnar eldsnemma í morgun. Þegar maðurinn hafði keypt miðana og var á leið í gegnum vopnaleitina með son sinn létu lögreglumenn til skarar skríða. Þar sem barnið er mjög ungt hafði lögreglan mikla aðgæslu við handtöku mannsins en hún fór fram að lokinn vopnaleit. Barninu heilsast vel og maðurinn sýndi engan mótþróa við handtökuna. Hjónin voru búsett í Danmörku en konan er nú flutt heim til Reykjavíkur. Hæstiréttur hefur úrskurðað móðurinni í hag en lögregla segir að fyrst og fremst sé um forræðisdeilu að ræða. Barnayfirvöld flugu ásamt móður drengsins norður til Akureyrar eftir handtökuna og hefur móðirin fengið barnið í sínar hendur. Föðurnum hefur verið sleppt úr haldi. Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Foreldrar barnsins eru frá höfuðborgarsvæðinu en samband þeirra endaði með skilnaði. Heimildir fréttastofu herma að í fyrstu hafi foreldrarnir skipt forræði en síðar orðið átök og heimildir föðurins til umgengni skertar í kjölfarið. Síðastliðinn laugardag fékk faðirinn að hitta son sinn, sem er aðeins nokkurra mánaða gamall, í kirkju í Reykjavík. Hann hafði samkvæmt úrskurði aðeins eina klukkustund til umráða með syninum en tókst að stinga af með barnið. Eftir að maðurinn stakk af með son sinn voru lögregluyfirvöld meðal annars hérna á Akureyri látin vita, enda talið mögulegt að maðurinn myndi reyna að komast úr landi. Það var svo í morgun að fregnir bárust af því að maðurinn hefði keypt miða með Iceland Express og þá var brugðist við því. Flugvél Iceland Express fór til Kaupmannahafnar eldsnemma í morgun. Þegar maðurinn hafði keypt miðana og var á leið í gegnum vopnaleitina með son sinn létu lögreglumenn til skarar skríða. Þar sem barnið er mjög ungt hafði lögreglan mikla aðgæslu við handtöku mannsins en hún fór fram að lokinn vopnaleit. Barninu heilsast vel og maðurinn sýndi engan mótþróa við handtökuna. Hjónin voru búsett í Danmörku en konan er nú flutt heim til Reykjavíkur. Hæstiréttur hefur úrskurðað móðurinni í hag en lögregla segir að fyrst og fremst sé um forræðisdeilu að ræða. Barnayfirvöld flugu ásamt móður drengsins norður til Akureyrar eftir handtökuna og hefur móðirin fengið barnið í sínar hendur. Föðurnum hefur verið sleppt úr haldi.
Fréttir Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira