Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins 25. nóvember 2006 19:15 Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Á sjöunda tug fugla var fargað í kjölfarið. Hann segir að tjónið verði bætt fjárhagslega og fuglastofnarnir verði endurnýjaðir.Niðurstöður rannsóknanna verða til þess að Sigurerninum verður sleppt í Grundarfirði á morgun klukkan eitt.Í dag var hið banvæna afbrigði H5N1 fuglaflensunnar staðfest í Suður Kóreu. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og slátra þurfti tæplega sjö þúsundum til viðbótar á fuglabúi í Iksan, sem er tvö 250 kílómetra suður af Seoul. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en nú hefur verið ákveðið að farga tæplega þrjú hundruð þúsund alifuglum í landinu. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.H5N1 vírusinn kom fyrst upp á kjúklingabúum í Asíu seint á árinu 2003 og á annað hundrað manns víða um heim hafa látist. Á þessu ári hafa þrír látist af af völdum flensunnar. Flest tilfelli hafa komið upp i Austur Asíu, en tilfelli hafa komið upp víðar í álfunni, í miðausturlöndum, Afríku og í flestum Evrópulöndum, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi.Afbrigðið er að mestu bundið við fugla, en óttast er að veiran geti stökkbreyst og orðið að heimsfaraldri þar sem líf milljóna manna gæti verið í hættu. Fréttir Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Á sjöunda tug fugla var fargað í kjölfarið. Hann segir að tjónið verði bætt fjárhagslega og fuglastofnarnir verði endurnýjaðir.Niðurstöður rannsóknanna verða til þess að Sigurerninum verður sleppt í Grundarfirði á morgun klukkan eitt.Í dag var hið banvæna afbrigði H5N1 fuglaflensunnar staðfest í Suður Kóreu. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og slátra þurfti tæplega sjö þúsundum til viðbótar á fuglabúi í Iksan, sem er tvö 250 kílómetra suður af Seoul. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en nú hefur verið ákveðið að farga tæplega þrjú hundruð þúsund alifuglum í landinu. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.H5N1 vírusinn kom fyrst upp á kjúklingabúum í Asíu seint á árinu 2003 og á annað hundrað manns víða um heim hafa látist. Á þessu ári hafa þrír látist af af völdum flensunnar. Flest tilfelli hafa komið upp i Austur Asíu, en tilfelli hafa komið upp víðar í álfunni, í miðausturlöndum, Afríku og í flestum Evrópulöndum, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi.Afbrigðið er að mestu bundið við fugla, en óttast er að veiran geti stökkbreyst og orðið að heimsfaraldri þar sem líf milljóna manna gæti verið í hættu.
Fréttir Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira