Falsaðir seðlar í umferð 28. nóvember 2006 18:25 Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.Sárasjaldgæft er að falsaðir seðlar komist í umferð. Þó bárust lögreglunni í Reykjavík tvær tilkynningar um helgina um falsaða fimm þúsund króna seðla. Falsarinn er greinilega sá sami, því sama raðnúmer er á seðlunum. Og nú í morgun barst falsaður seðill í banka í borginni.Þótt litprentarar séu víða þá eru fjölmörg atriði sem ekki er hægt að falsa. Reyndar ættu viðvörunarbjöllur að klingja hjá flestum þegar falsaður seðill er handfjatlaður, því pappírinn er mjög ólíkur ekta seðlum viðkomu. Og Seðlabankinn hefur á síðustu árum bætt við öryggisþáttum í forvarnarskyni. Það er málmþynna á seðlunum sem ekki prentast, öryggisþráður, upphleypt letur og vatnsmerki sem sést auðveldlega ef seðillinn er borinn upp að dagsbirtu. "Og ef þú berð svona seðil upp að útfjólubláu ljósi þá kemur í ljós lýsandi flötur sem er auðgreinanlegur og er ekki hægt að falsa eins og við höfum séð falsanir hér. En við höfum ekki séð hér vandaðar falsanir, þetta er meira offsett-ljósmyndun af seðlum og menn grunar að í einhverjum tilvikum sé þetta fikt ungmenna - sem er nógu slæmt," segir Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands.Fjöldi skráðra mála hjá lögreglu hefur hrapað á síðustu árum en þau náðu hámarki árið 2001 þegar 69 falsanamál komu upp en voru 24 árið 2004. Tryggvi er sannfærður að fleiri öryggisþættir seðlanna hafi skilað sér í færri fölsunum.En það er falsari á ferð og fólki er því ráðlagt að hafa varann á sér. "Það er mjög mikilvægt einmitt núna þegar við verðum vör við svona tilvik að allur almenningur, verslanir og þjonustuaðilar þegar þeir eru að móttaka seðla gæti að þessum atriðum og láti strax vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt." Fréttir Innlent Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.Sárasjaldgæft er að falsaðir seðlar komist í umferð. Þó bárust lögreglunni í Reykjavík tvær tilkynningar um helgina um falsaða fimm þúsund króna seðla. Falsarinn er greinilega sá sami, því sama raðnúmer er á seðlunum. Og nú í morgun barst falsaður seðill í banka í borginni.Þótt litprentarar séu víða þá eru fjölmörg atriði sem ekki er hægt að falsa. Reyndar ættu viðvörunarbjöllur að klingja hjá flestum þegar falsaður seðill er handfjatlaður, því pappírinn er mjög ólíkur ekta seðlum viðkomu. Og Seðlabankinn hefur á síðustu árum bætt við öryggisþáttum í forvarnarskyni. Það er málmþynna á seðlunum sem ekki prentast, öryggisþráður, upphleypt letur og vatnsmerki sem sést auðveldlega ef seðillinn er borinn upp að dagsbirtu. "Og ef þú berð svona seðil upp að útfjólubláu ljósi þá kemur í ljós lýsandi flötur sem er auðgreinanlegur og er ekki hægt að falsa eins og við höfum séð falsanir hér. En við höfum ekki séð hér vandaðar falsanir, þetta er meira offsett-ljósmyndun af seðlum og menn grunar að í einhverjum tilvikum sé þetta fikt ungmenna - sem er nógu slæmt," segir Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands.Fjöldi skráðra mála hjá lögreglu hefur hrapað á síðustu árum en þau náðu hámarki árið 2001 þegar 69 falsanamál komu upp en voru 24 árið 2004. Tryggvi er sannfærður að fleiri öryggisþættir seðlanna hafi skilað sér í færri fölsunum.En það er falsari á ferð og fólki er því ráðlagt að hafa varann á sér. "Það er mjög mikilvægt einmitt núna þegar við verðum vör við svona tilvik að allur almenningur, verslanir og þjonustuaðilar þegar þeir eru að móttaka seðla gæti að þessum atriðum og láti strax vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt."
Fréttir Innlent Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“