Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan 29. nóvember 2006 11:47 Geir H. Haarde forsætisráðherra við myndatöku vegna leiðtogafundarins ásamt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Póllands. MYND/AP Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Geir og fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að fjallað hafi verið um ástand og horfur í Afganistan og þann árangur sem náðst hefur með starfssemi Alþjóðlegu öryggissveitanna. Þar var einnig lýst eindregnum vilja til að standa við skuldbindingar samfélags þjóðanna gagnvart Afgönum og ríkisstjórn landsins. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf NATO við önnur samtök og ríki og hugsanlega fjölgun aðildarrríkja. Forsætisráðherra fagnaði áformum um eflingu samráðs og samstarfs bandalagsins við alþjóðleg og svæðisbundin samtök og ríki sem hafa sömu grundvallargildi og hagsmuni. Hvað varðar áframhaldandi stækkun bandalagsins lýsti forsætisráðherra yfir stuðningi við væntanlega aðild Albaníu, Króatíu og fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu. Enn fremur tók hann undir mikilvægi nánari tengsla bandalagsins við Úkraínu og Georgíu. Þá fagnaði hann aðild Bosníu-Hersegóvníu, Serbíu og Svartfjallalands að Samstarfi í þágu friðar (PFP). Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega aðlögun Atlantshafsbandalagins sagði forsætisráðhera að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu þess til þess að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á viðvarandi tilgangi samtakanna, þ.e. sameiginlegum vörnum byggðum á sameiginlegum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi sagði hann að Ísland hefði nú þá sérstöðu á meðal aðildarríkjanna að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni fyrir íslensk stjórnvöld en janframt fyrir Atlantshafsbandalagið, enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti. Íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í N-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Geir og fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að fjallað hafi verið um ástand og horfur í Afganistan og þann árangur sem náðst hefur með starfssemi Alþjóðlegu öryggissveitanna. Þar var einnig lýst eindregnum vilja til að standa við skuldbindingar samfélags þjóðanna gagnvart Afgönum og ríkisstjórn landsins. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf NATO við önnur samtök og ríki og hugsanlega fjölgun aðildarrríkja. Forsætisráðherra fagnaði áformum um eflingu samráðs og samstarfs bandalagsins við alþjóðleg og svæðisbundin samtök og ríki sem hafa sömu grundvallargildi og hagsmuni. Hvað varðar áframhaldandi stækkun bandalagsins lýsti forsætisráðherra yfir stuðningi við væntanlega aðild Albaníu, Króatíu og fyrrum Júgóslavíulýðveldisins Makedóníu. Enn fremur tók hann undir mikilvægi nánari tengsla bandalagsins við Úkraínu og Georgíu. Þá fagnaði hann aðild Bosníu-Hersegóvníu, Serbíu og Svartfjallalands að Samstarfi í þágu friðar (PFP). Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega aðlögun Atlantshafsbandalagins sagði forsætisráðhera að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu þess til þess að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á viðvarandi tilgangi samtakanna, þ.e. sameiginlegum vörnum byggðum á sameiginlegum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi sagði hann að Ísland hefði nú þá sérstöðu á meðal aðildarríkjanna að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni fyrir íslensk stjórnvöld en janframt fyrir Atlantshafsbandalagið, enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti. Íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í N-Atlantshafsráðinu á næstu vikum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira