Nowitzki stefnir á að vera með í kvöld

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur fengið grænt ljós frá læknum Dallas Mavericks að spila með liðinu gegn Sacramento Kings í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Nowitzki fékk fingur í augað í leik á dögunum og spilaði aðeins 10 mínútur í sigri Dallas á Toronto í fyrrakvöld - en það var 11. sigurleikur liðsins í röð.