Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann sinn 7. leik í röð með því að leggja Sacramento af velli 127-102 og hefur liðið heldur betur rétt úr kútnum eftir tap í 5 af fyrstu 6 leikjum sínum í vetur. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 20 stoðsendingar. Mike Bibby skoraði 21 stig fyrir Sacramento.
Portland vann afar óvæntan útisigur á Detroit 88-85. Zach Randolph skoraði 31 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland, en Rip Hamilton skoraði 25 stig fyrir Detroit.
Dallas vann sannfærandi útisigur á New Jersey í beinni á NBA TV 92-75 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas, en Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey.
Houston burstaði Golden State 118-90. Tracy McGrady skoraði 31 stig fyrir Houston en Monta Ellis skoraði 19 stig fyrir Golden State.
Seattle lagði Atlanta 102-87. Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Seattle en Joe Johnson skoraði 34 stig fyrir Atlanta.
Loks vann LA Clippers sigur á meisturum Miami 101-97. Elton Brand skoraði 33 stig og hirti 17 fráköst fyrir Clippers en Dwyane Wade skoraði 33 stg fyrir Miami.