Arsenal slapp með skrekkinn 10. desember 2006 17:56 Didier Drogba var sjálfum sér til háborinnar skammar með háttalagi sínu í leiknum í dag, en það stóð sem betur fer í skugganum af stórkostlegu marki Michael Essien NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að Arsenal hafi verið með heilladísirnar á sínu bandi í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge. Chelsea hafði mikla yfirburði í leiknum en þurfti engu að síður á einu af mörkum ársins að halda frá Michael Essien til að jafna leikinn eftir að Matthieu Flamini hafði komið Arsenal yfir. Chelsea var eins og fyrr segir miklu betri aðilinn í dag og átti liðið þrjú skot sem höfnuðu í markstöngunum og einu sinni bjargaði Arsenal á marklínu. Síðari hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri, sérstaklega eftir að Flamini kom Arsenal yfir þvert gegn gangi leiksins á 79. mínútu. Chelsea gerði harða hríð að marki Arsenal eftir það og uppskar jöfnunarmarkið á 84. mínútu þegar Michael Essien skoraði stórkostlegt mark með viðstöðulausu þrumuskoti af 30 metra færi. Sókn Chelsea var mjög þung á lokaaugnablikum leiksins og átti Frank Lampard m.a. skot í stöngina í uppbótartíma eftir að Jens Lehmann gerði slæm mistök í marki Arsenal. Vörn þeirra rauðklæddu var oft á tíðum ansi tæp í dag, en líklega verður að gefa lærisveinum Wengers hrós fyrir að ná að krækja í stig á Stamford Bridge i dag. Didier Drogba og Jens Lehmann tóku góða rimmu í síðari hálfleiknum og uppskáru gul spjöld eftir að hafa ýtt hvor öðrum í grasið í gremju sinni. Sá fyrrnefndi var meira í sviðsljósinu fyrir leikaraskap og leiðindi en knattspyrnu í leiknum og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað þessi frábæri knattspyrnumaður getur orðið sér, liði sínu og íþróttinni til skammar með fáránlegu látbragði sínu. Staðan í deildinni eftir leik dagsins er því þannig að Manchester United hefur nú 44 stig í efsta sætinu og Chelsea kemur næst með 36 stig og á leik til góða. Arsenal á einnig leik til góða og situr í 6. sæti deildarinnar. Bæði Arsenal og Chelsea spila leikina sem þau eiga til góða á miðvikudag.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira