Kínverjar Asíumeistarar í körfubolta

Kínverjar tryggðu sér í dag Asíumeistaratitilinn í körfubolta þegar lið þeirra lagði Katar 59-44 í úrslitaleik Asíuleikanna. Wang Zhizhi skoraði 28 stig fyrir kínverska liðið og varpaði skugga á ungstirnið Yi Jianlian sem skoraði 8 stig og hirti 15 fráköst, en sá gefur væntanlega kost á sér í nýliðaval NBA næsta sumar.