Níðstöng veldur vandræðum 21. desember 2006 18:28 Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. Sjaldgæft er á síðari tímum að menn reisi níðstangir þó það hafi verið siður á Sturlungu. Bregður svo við að Þorvaldur Stefánsson, bóndi í Otradal hefur reist eina slíka í landi sínu og blasir hún við frá þjóðveginum. Má rekja þessa níðstöng til þess að fyrir ári varð Óskar Björnsson, sem býr á Bíldudal, fyrir því óláni að aka yfir hvolp sem Þorvaldur bóndi átti. Taldi hann að þetta væri viljaverk og hafa deilur milli þeirra magnast síðan. Á dögunum slátraði Þorvaldur bóndi tveimur kálfum en hausinn á öðrum skóf hann og setti á níðstöngina. Á hana eru rist þessi mergjuðu orð: "Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óskari Björnssyni. Sný ég þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja, svo að allar fari þær villu vegar. Engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi eða gangi að honum dauðum." Undirritað Þorvaldur Stefánsson, Otradal. Óskar Björnsson hefur kært Þorvald til lögreglu fyrir morðhótun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði verður talað við manninn, en ekki er ljóst til hvaða aðgerða verður gripið þar sem ekki er liggur fyrir hvernig bregðast skuli lögum samkvæmt við níðstöngum í dag. Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. Sjaldgæft er á síðari tímum að menn reisi níðstangir þó það hafi verið siður á Sturlungu. Bregður svo við að Þorvaldur Stefánsson, bóndi í Otradal hefur reist eina slíka í landi sínu og blasir hún við frá þjóðveginum. Má rekja þessa níðstöng til þess að fyrir ári varð Óskar Björnsson, sem býr á Bíldudal, fyrir því óláni að aka yfir hvolp sem Þorvaldur bóndi átti. Taldi hann að þetta væri viljaverk og hafa deilur milli þeirra magnast síðan. Á dögunum slátraði Þorvaldur bóndi tveimur kálfum en hausinn á öðrum skóf hann og setti á níðstöngina. Á hana eru rist þessi mergjuðu orð: "Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óskari Björnssyni. Sný ég þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja, svo að allar fari þær villu vegar. Engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi eða gangi að honum dauðum." Undirritað Þorvaldur Stefánsson, Otradal. Óskar Björnsson hefur kært Þorvald til lögreglu fyrir morðhótun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði verður talað við manninn, en ekki er ljóst til hvaða aðgerða verður gripið þar sem ekki er liggur fyrir hvernig bregðast skuli lögum samkvæmt við níðstöngum í dag.
Fréttir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira