Orðastríð Mourinho og Ferguson heldur áfram 25. desember 2006 14:30 Jose Mourinho og Alex Ferguson keppast við að koma hvorum öðrum úr jafnvægi í hverju viðtalinu á eftir öðru um þessar mundir. MYND/Getty Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur varað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, við því að meistararnir verði mun sterkari á síðari hluta keppnistímabilsins en þeir hafi verið á þeim fyrri. Enn fremur segir Mourinho Man. Utd. hafa verið heppna því "allt hafi gengið upp hjá þeim." Síðustu tvær leiktíðir hefur Chelsea verið á toppi deildarinnar þegar jólin ganga í garð en nú hefur dæmið snúist við - Chelsea er í öðrum sæti á eftir Manchester United. Mourinho segir sögu síðustu tveggja ára þó engin áhrif hafa og er sannfærður um að þeir rauðklæddu muni brátt misstíga sig. "Við erum í frábærri stöðu. Fyrri helmingur tímabilsins er búinn, við höfum spilað 10 leiki á útivelli en níu á heimavelli. Við erum búnir að mæta Man. Utd. á Old Trafford og það munar aðeins tveimur stigum. Við höfum átt í miklum meiðslum og á næstu vikum munum við endurheimta fullt af þeim leikmönnum sem ekki hafa getað spilað mikið með okkur framan af. Þetta lítur mjög vel út," sagði Mourinho kokhraustur á aðfangadagsmorgun. "Man. Utd. á ekki við nein vandamál að stríða. Allir leikmenn eru heilir heilsu og þeir spila sama liði leik eftir leik. Það hefur allt gengið upp. Á sama tíma vantar okkur besta markvörð í heimi (Peter Cech) og Joe Cole. Við höfum líka fengið fleiri spjöld, fleiri leikbönn og fleiri umdælda dóma. Samt munar aðeins tveimur stigum. Ég held að við verðum miklu sterkari núna eftir áramót." Á síðustu leiktíð var þetta allt öðruvísi. Þá gekk allt upp hjá okkur en Man. Utd. átti í miklum meiðslavandræðum. Við vorum með einhverja 15-16 stiga forystu um jólin og það var einfaldlega of stórt bil fyrir Man. Utd. Eftir áramót lentum við í vandræðum og Man. Utd. náði að saxa á forskotið. En það var einfaldlega of stórt. Nú er munurinn aðeins tvö stig. Við sjáum til hvað gerist," sagði Mourinho að lokum. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur varað kollega sinn hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, við því að meistararnir verði mun sterkari á síðari hluta keppnistímabilsins en þeir hafi verið á þeim fyrri. Enn fremur segir Mourinho Man. Utd. hafa verið heppna því "allt hafi gengið upp hjá þeim." Síðustu tvær leiktíðir hefur Chelsea verið á toppi deildarinnar þegar jólin ganga í garð en nú hefur dæmið snúist við - Chelsea er í öðrum sæti á eftir Manchester United. Mourinho segir sögu síðustu tveggja ára þó engin áhrif hafa og er sannfærður um að þeir rauðklæddu muni brátt misstíga sig. "Við erum í frábærri stöðu. Fyrri helmingur tímabilsins er búinn, við höfum spilað 10 leiki á útivelli en níu á heimavelli. Við erum búnir að mæta Man. Utd. á Old Trafford og það munar aðeins tveimur stigum. Við höfum átt í miklum meiðslum og á næstu vikum munum við endurheimta fullt af þeim leikmönnum sem ekki hafa getað spilað mikið með okkur framan af. Þetta lítur mjög vel út," sagði Mourinho kokhraustur á aðfangadagsmorgun. "Man. Utd. á ekki við nein vandamál að stríða. Allir leikmenn eru heilir heilsu og þeir spila sama liði leik eftir leik. Það hefur allt gengið upp. Á sama tíma vantar okkur besta markvörð í heimi (Peter Cech) og Joe Cole. Við höfum líka fengið fleiri spjöld, fleiri leikbönn og fleiri umdælda dóma. Samt munar aðeins tveimur stigum. Ég held að við verðum miklu sterkari núna eftir áramót." Á síðustu leiktíð var þetta allt öðruvísi. Þá gekk allt upp hjá okkur en Man. Utd. átti í miklum meiðslavandræðum. Við vorum með einhverja 15-16 stiga forystu um jólin og það var einfaldlega of stórt bil fyrir Man. Utd. Eftir áramót lentum við í vandræðum og Man. Utd. náði að saxa á forskotið. En það var einfaldlega of stórt. Nú er munurinn aðeins tvö stig. Við sjáum til hvað gerist," sagði Mourinho að lokum.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira